Dagbók útiskóla 2012-2013

Dagur 27, 7. maí

 

Þá er komið að lokum hins hefðbundna útiskóla sem hefur aldrei gengið jafn skrykkjótt fyrir sig og í vetur. Þar er fyrst og fremst um að kenna óvenju erfiðu tíðarfari, óveðri, ófærð og ófyrirsjáanlegum atburðum sem áhrif höfðu á skólastarf. Þá hefur allt umhverfi útiskólans legið undir þykkum snjó frá því í nóvember og það hefur sett strik sitt á verkefnavinnu og allar athafnir.

En okkur til mikillar ánægju viðraði vel í dag. Það var glaða sólskin og hiti yfir frostmarki. Enn þurftum við Birna að beygja okkur vel til að komast undir bogahliðið á leið í lautina. Verkefni dagsins var að grilla, en þar sem eldstæðið kúrir enn undir snjóskafli var gripið til þess ráðs að kveikja upp í kolagrilli. Nemendur, sem loks voru allir mættir með tölu eftir mikla veikindahrinu, fengu að leika sér óheft og nutu þess svo sannarlega. Tveir drengir, Hannes og Kristján Örn tóku að sér að moka frá hurð Álfaborgar svo betur væri hægt að ganga um húsið. Nemendur skiptu sér af sjálfsdáðu í spáhópa og dreifðu sér um svæðið í sjálfsprottnum leikjum af ýmsu tagi. Þegar kolin voru að verða heit fóru börnin í að vefja gerdeigi utan um eina pylsu hvert og svo var þessu raðað á álpír yfir grillinu. Þar bakaðist degið og pylsurnar hitnuðu, svo rétt fyrir skólalok sátu allir og borðu af bestu lyst.

Þar með lauk síðasta útiskóla vetrarins.

 

Img 1255

 

 

Dagur 26, 30 apríl.

 

Loksins viðraði vel fyrir útiskóla og allir frískir og í fullu fjöri. Hófum útiskólann með hefðbundnum hætti, fylltum veðurkort, tókum hitastigið sem reyndist vera -2°c og heiðskýrt. Lítill vindur. Sungum aðeins til að minnast fyrsta maí, sungum Maístjarnan, Sá ég spóa í keðjusöng, Lóan er komin og loks Frost er úti fuglinn minn. Komust að því að við höfum sungið allt of sjaldan, nemendur hafa gleymt textum eða aldrei lært þá. Þetta verður tekið til athugunar næsta skólaár.

Síðan var farið út og gengið rakleitt upp í Surtlu Gallerí á Stórutjörnum. Þar tók Laufey á móti okkur og sýndi okkur ullarverkefnin og hlutina í galleríinu, sagði börnunum frá hvernig þær ynnu með ullina áður en úr yrði þessi vara sem börnin sáu. Síðan var farið hratt í gegnum fjós og fjárhús en þar voru komin mörg falleg lömb og kálfar. Að þessu loknu var haldið í fuglatalningu niður að tjörnunum. En börnin höfðu hátt og fældu allt kvikt, svo við fengum börnin til að setjast niður í melónu til að ráða ráðum okkar. Ákveðið var að skipta í tvö lið annað fór styttri leiðina heim en hitt fór austur fyrir Bæjartjörnina og svo heim. Sáum fugla á einu vökinni sem var á vatninu og hún var ekki stór. Þarna voru samt 11 endur og tveir svanir. Síðan sáum við 2 gæsir á flugi og tvo skógarþresti sem við fældum upp. En veðrið var yndislegt og allir voru í sælu í skólalok.

 

Img 1250

 

Dagur 25, 23. apríl.

 

Enginn útiskóli vegna þess að allir voru í útiskóla í gær, 22. apríl. Þá var farið í Sólgarð með þotur, sleða og skíði. Síðan renndu allir sér af hjartansn lyst fram að hádegi. Vindhaninn á staðnum vakti athygli, enda í sömu hæð og börnin á skaflinum. Veltum fyrir okkur hvað þessi hani gæti sagt okkur o ghvernig. Þá fengu allir samlokur og ávexti sem voru meðferðis í farangrinum. Eftir matinn var farið út í síðbúið páskaeggjahlaup, allir fengu lítil egg sem átti að fela í útiskóla fyrir páska. En til marks um ótíð, veikindi og aðra ófyrirsjáanlega atburði frestaðist þetta þar til nú. Allir lásu sinn málshátt og reyndu að ráða í hann en tíminn leið hratt og skólabílarnirn komu að sækja okkur um kl 14. Síðasta tíma dagsins var varið í frístund heima í skóla.

 

Img 1247

 

Dagur 24,16. apríl

 

Enn voru veikindi í fólki og fáir nemendur. Birna fór ein út með börnunum sem máttu fara út. Gönguferð, fuglaskoðun og frjáls leikur. Nemendur reyndu að finna trén sín og merkingar en það gekk ekki vel, sumar merkingar komnar á kaf því heldur hafði bætt á snjóinn frá því fyrr í vetur.

 

Img 1246

 

Dagur 23, 9. apríl

 

Talsverð veikindi og Birna ein með útiskólann. Veðurskráning og umfjöllun um veður og fugla, rætt um staðfugla og farfugla. Samin vísa um dýr eða veður á autt blað og merkt.

Fuglaskoðun. Gengum út í Melgötu, sáum enga fugla í götunni. Sáum einn fugla á flugi yfir móanum hjá skemmunni hans Bróa. Of langt í burtu til að við gætum séð hvernig fugl það var, minni en álft og minni en gæs, stærri en snjótittlingur, giskum á önd.

Gegnum til baka að skólanum og niður í lautir. Stöldruðum við hjá birkirunnunum og sáum að þeir voru að byrja að lifa. Stoppuðum líka á melnum fyrir neðan runnana og athuguðum hvort við gætum fundið nýtt gras eða blóm. Sumir byrjuðu strax að velta við steinum til að athuga með köngulær eða pöddur, sáum ekkert slíkt og heldur engin blóm eða græn grös, bara grös frá í fyrra.

Heyrðum í fuglum, en sáum ekki, giskum á að það hafi verið snjótittlingar. Gengu áfram að bæjartjörninni, gerðum tilraun með að setjast og hlusta og horfa en mikið skvaldur og núningur um hver ætti eða mætti vera hvar. Allt í einu sá einhver lítinn dauðann snjótittling og allir þurftu að sjá hann og sumir freistuðust til að pota í hann. Miklar vangaveltur um það hvernig hann hefði dáið og hvers vegna.

Þá sást einn fugl fljúga yfir fjallið, líklega á leið í Árland, spáðum aðeins í hvað væri á bak við fjöllin. Einhver sá einn hund og einn mann á Stórutjarnaplaninu. Önnur dýr sáum við ekki og ekki fleiri fugla.

Bjuggum til reiknisdæmi í snjónum með okkur sjálfum. 5 + 6 = 11. Skemmileg tilraun sem tóks vel en hefði mátt vera á betri stað svo að hægt hefði verið að ná betri mynd.

Síðasta hálftímann var frjáls leikur, enda engar frímínútur teknar, þá höfðu bæst við Tómas og Gunnar. Hópurinn skiptist í megindráttum í þrjár fylkingar, nokkrir strákar fóru í bardagaleik og hnoðuðut, sem svo endaði með blóðnös. Nokkrar stelpur fundu stóra furugrein sem brotnað hafði af einni furunni. Greinin var reist upp og hnoðað snjó að þannig að hún gæti staðið, skreitt með húfum og vettlingum og dansað og sungið jólalög, hið fínasta jólaball í apríl. Þessir leikir fóru fram á Bæjartjörninni. Þriðji hópurinn kynjablandaður lék sér við furutréin voru í einhverskonar dýra og feluleik, aðallega leikskóladrengir og fyrstu bekkjar stelpur. Einhver börn fóru á milli hópa.

Ljómandi skemmtilegur útiskólatími, yndislegt veður og allir ánægðir með að komast loksins í útiskóla.

Img 1241

 

19. mars. Enginn útiskóli, í staðinn sátu nemendur og hlýddu á fyrirlestur Vilborgar Örnu Gissurardóttur pólfara. Mjög áhugavert sem allir skildu og meðtóku. Fyrirlesturinn gat kennt nemendum margt gott um markmiðssetningar, jákvæðni og að treysta á sjálfan sig.

 

12. mars Enginn útiskóli vegna æfinga fyrir árshátíð

 

 

5. mars. Enginn útiskóli, skólinn lokaður þann dag vegna ófærðar og óveðurs.

 

Dagur 22, 26. febrúar.

 

Loks kom að fullum útiskóla í góðu veðri, sólskinið var meira að segja nokkuð en himinninn var hálfskýjaður. Verkefni dagsins voru að ljúka við merkingar á trjám og mæla hvað snjórinn hefði mikið sigið frá fyrri bandmerkingum. Undanfarna daga hefur verið hlýtt í veðri og talsverður vindur sem orsakaði ágætis hláku. Mest hafði snjórinn sigið um 30 cm og víða á milli 20 og 30 cm. Einnig var sérstaklega skoðað hvað snjórinn í útiskólahliðinu hafði sigið mikið, síðast þurfti að skríða en nú gátu margir gengið hálf-uppréttir í gegnum það. Þrátt fyrir hlákuna er enn mikill snjór, eldstæðið á bólakafi og ekki hægt að opna Álfaborgina vegna skaflsins umhverfis hana. Samfara verkefnum fengu nemendur að leika sér frjálst þar sem þeim fannst lítið hafa borið á því undanfarið. Sjálfkrafa skiptist hópurinn í tvær einingar og gekk ýmislegt á, flest þó í góðu. Í lok dags voru því allir búnir að hlaða batteríin vel og rækilega.

 

Img 1230

 

Enginn útiskóli var 19. febrúar 2013 vegna umhverfis- og lýðheilsuþings í skólanum.

 

Dagur 21, 12. febrúar.

 

Mikil umfjöllun og fræðsla um bolludag, sprengidag og öskudag eftir að allir voru búnir að fylla út veðurkortið. Mjög gott veður; bjart, hlýtt og stillt. Síðan var farið út og á trjásvæðið því tveir nemendur áttu eftir að velja sér tré og fá myndatökur. Því var það afgreitt en hinir fóru að festa myndir af sér á sín tré. Enn hafði bætt á snjóinn frá því að trén voru upphaflega valin og það tókst ekki öllum að þekkja sitt tré, eitt var jafnvel komið í kaf. En átta nemendum tókst að ganga frá merkingum. Að þessu loknu settust nemendur niður í melónu í spjall og lögðust svo útaf, myndurðu risa stjörnu. Þannig lágu þau og hlustu á umhverfishljóðin. Mest heyrðist í umferðinni á hringveginum og einnig voru talsverð hljóð frá leikvellinum þar sem leikskólabörnin nutu útiverunnar. Þangað var svo haldið þar sem nemendur nýttu síðustu mínúturnar.

 

Img 1217 (1006 - 1015)

 

Dagur 20, 5. febrúar

 

Þorrablótsundirbúningur í algleymi og því litaðist þessi útiskólatími mjög af því. En að venju fylltu nemendur út veðurkort, fínasta veður, hálfskýjað en þar sem sólin er enn ekki farin að ná til okkar reyndi ekki á sólskinið, hiti 1°c og hægur andvari. Það var því mjög kærkomið að geta aðeins farið út í lok dagsins. Mikill metnaður var lagður í skemmtiatriði fyrir þorrablótið, nemendu höfðu sjálfir ákveðið að leika starfsmenn skólans, völdu sínar persónur og í sameiningu voru búin til hlutverk þar sem dregin voru fram einkenni hvers og eins.

Úti er nánast allt á kafi í snjó og því voru teknar myndir af leikssvæðinu til að varðveita þessar aðstæður sem nú eru á leiksvæðinu. Í fjallinu á móti mátti sjá smá snjóflóð eftir blota gærdagsins. Til stóð að skoða enn frekar merkingar nemenda á trjám frá 22. janúar, en fallið var frá því þar sem öll ummerki voru komin í kaf síðan þá. En þegar þær merkingar voru gerðar grunaði engann að enn ætti eftir að bæta í snjóinn.

 

Img 1221

 

 

Enginn útiskóli þriðjudaginn 29. janúar en þá var foreldradagur í skólanum.

 

Dagur 19, 22. janúar

 

Ágætis veður þennan daginn, örlítið frost og stillt veður.

Eftir ýmiskonar smá mál inni var haldið út og verkefni dagsins var að hver nemandi átti að velja sér eitt tré úti, merkja það með bandi niðri við snjórönd og mæla það sem upp úr stæði. Verkefnið var skýrt lagt fyrir í melónu þegar út var komið en fyrirmæli virtust fara fyrir ofan og neðan garð því allir þustu í lautina til að leika sér um leið og tækifæri gafst. Það þurfti því að kalla saman í aðra melónu, og endurtaka fyrirmæli. Eftirleikurinn var auðveldur, en tók tíma.

 

Allir gátu svo fengið sér góðar rass-renniferðir af þaki Álfaborgar á eftir og að auki staldrað við á körfuboltavellinum sem bræðir svo vel af sér. Það er virkileg tilbreyting að geta stigið á autt land þótt steypt sé. Síðar á að vinna meira með þessi tré með ýmsum hætti, mæla, greina og sinna vel um.

 

Img 1217

 

 

Dagur 18, 15. janúar

 

Þessi vetur hefur einkennst af sérlega breytilegu veðurfari. Þó hefur lítil breyting orðið á snjólalögum frá því í október, eldstæðið kúrir linnulaust undir snjó og hvergi sér á auða jörð á svæði útiskólans. Verkefni dagsins eftir hefðbundna skráningu í veðurkort voru mælingar með málbandi, prikum og sippuböndum, veðurathugun með skynjunum einum saman og frjáls leikur. Skipt var í föstu hópana þrjá, en færra var í hverjum hóp en til stóð vegna veikinda og fjarveru fjögra barna. Veður var milt, frostlaust, mjög hægur vindur framan af en bætti svo vel í. Smá rigningar- eða slydduúði. Til að skynja veðrið var nemendum sagt að leggjast á bakið í snjóinn með gott bil á milli sín, snúa andliti upp og loka augum. Síðan skráði kennarinn allt sem hvert og eitt upplifði í veðrinu. Skólinn var mældu með þrem mismunandi aðferðum. Fyrst giskuðu nemendur á lengdir, svo var mælt. Álfaborgin kúrir í snjóskafli og býður endalaust upp á leiki, að þessu sinni var þakið hin besta rennibraut.

 

Img1214

 

Dagur 17, 8. janúar

 

Þrátt fyrir að þrettándinn væri liðinn og jólin búin var efnt til þrettándagleði í salnum á tíma útiskólans. Þeir nemendur sem ekki voru svo forsjálir að koma með álfabúning eða einhvern annann hæfilegan búning með sér að heiman fengu að velja sér viðeigandi búninga úr búningasafni skólans. Síðan var dansað og leikið, hoppað, skoppað og marserað. Nemendur sjálfir sáu alfarið um að stjórna marseringu með margvíslegum tilbrigðum.

Myndirnar tala sínu máli.

 

Img 1213

 

 

Dagur 16, 11. desember.

 

Jólaútiskóli í 10 stiga frosti en fallegu veðri. Farið var seint út vegna æfinga fyrir jólatónleika og þeir sem ekki voru að æfa fengu jólasveinateikningar með vísum Jóhannesar úr Kötlum, til að lita. Loks var haldið út með kertalugt, kakó í brúsa og piparkökur. Það var alveg hæfilega langur tími sem nemendur höfðu til að leika sér, og renna niður kakóinu með piparkökunum. Kuldinn beit í fingur og tær en reyndar kom í ljós að þrátt fyrir sífelldar áminningar um hlýjan klæðnað samfara því að reyna að fá nemendur til að taka sjálfa ábyrgð kemur enn fyrir að einn og einn nemandi gleymir mikilvægum flíkum heima í skóla.

 

Img 1208

 

 

 

Dagur 15, 4. desember.

 

Enn eru tilfæringar í stundaskrá, nú vegna æfinga fyrir jólatónleika. Útiskólinn var því mun styttri en ella en í stofu las Birna fyrir börnin sögu jólatrésins og börnin teiknuðu svo myndir af sínum trjám. Að því loknu var haldið í lautina, hugað að fuglamatnum sem fleygt var fyrir fuglana upp á þaki Álfaborgar. Engan mat var þar að sjá lengur svo nemendur fengu að nýta sér aðstæður og leika sér við að stökkva af þakinu í snjóskaflana í kring. Ýmislegt fleir bar á góma þennan daginn í björtu en svölu veðri, frost um -6°c.

 

Dagur 14, 27. nóvember

 

Dansvika. Dagskrá riðlaðist talsvert vegna dansæfinga sem voru almennt sóttar af gleði og ánægju. Aðeins var eftir um ein kennslustund þegar komið var að hefðbundnum útiskóla og því mjög stuttur tími fyrir verkefnavinnu. Farið var út og hugað að snjóhúsunum sem gerð voru í síðustu viku. Kom þá í ljós að lítið var eftir af þeim vegna hlákuskots sem kom um helgina. En hver og einn fann sér eitthvað til dundurs þar til skóla lauk.

 

Dagur 13, 20. nóvember.

 

Fallegt veður þennan daginn og ekki vantaði skaflana eftir reglubundin óveður nóvembermánaðar. Nú eru nemendur búnir að leggja lokahönd á fræsendinguna sem á að fara alla leið til Wales og þá tekur við biðin eftir walesku fræunum. Tíminn hófst á veðurskráningu að venju, -2°c, talsverður vindur, sérstaklega við húshorn en bjart. Einhver fékk þá hugmynd að gaman væri að flytja veðurvísur Jónasar Hallgrímssona fyrir eldriborgara sem eru í matsal skólans eftir hádegi þennan þriðjudag eins og oftar. Úr varð að hópurinn fór allur og flutti dagskrána sína eins og hún var á degi íslenskrar tungu en þó án búninga. Ekki vitum við annað en að þetta hafi fallið í góðan jarðveg. Þá var komið að snjóhúsagerð sem var megin verkefni dagsins. Börnin fóru í sína fjölskylduhópa þegar út var komið og þeim var lagt á herðar að vinna saman að einu snjóhúsi, hver fjölskylda. En síðan kom á daginn að þarna var farið fram á full mikið því mörgum reyndist það mjög erfitt að taka tillit til annarra hugmynda og að samræma sig. En mjög þarft verkefni og er leið á daginn þróaðist samstarfið nokkuð vel. Einn og einn fór í einstaklings verkefni.

Ekki gafst tími til að ljúka snjóhúsagerðinni eins og börnin höfðu ætlað sér og nokkrir þurftu að fara inn í hlýuna fyrir dagslok vegna kulda á tám og höndum.

 

Img 1197

 

 

Dagur 12, 13. nóvember.

 

Þetta var góður dag sem byggðist fyrst og fremst á góðu veðri. Það sannar samspil manns og náttúru, okkar upplifanir og líðan tekur mikið til mið af náttúrunni. En eins og alltaf hófust verkefnin innan dyra, nemendur æfðu samviskusamlega atriði sitt sem þau ætla að flytja á degi íslenskrar tungu nk. föstudag. Verkefnið er túlkun þeirra á mánuðunum og árum ásamt flutningi á veðurvísum eftir Jónas Hallgrímsson. Dæmi um veðurvísu er:

Molla

Veðrið er hvorki vont né gott,

varla kalt og ekki heitt.

Það er hvorki þurrt né vott,

það er svo sem ekki neitt.

 

Að þessu loknum fylltu nemendur út veðurkortið, hiti um frostmark, heiðskírt og enginn vindur. Þegar komið var í lautina var sest í „Melónu“ og Sigrún dró fram poka með fuglabrauði. Reyndar þótti öllum það svo vel útilátið að óhætt væri fyrir börnin að fá sjálf smávegis af kleinunum og þær brögðuðust mjög vel. Rætt var um fóðurbretti fyrir fuglana, stað þar sem óhætt væri að gefa án þess að kettir kæmust að smáfuglunum. Það þyrfti að vera um 1,5 metra frá jörðu hið minnsta og nógu lárétt og stórt til að maturinn og fuglarnir kæmust þar fyrir. Allir voru sammála um að besti staðurinn væri þakið á Álfaborginni. Til að mæla hvort hæðin væri nóg mátaði Birna sig við húsið og hún gat sagt okkur að hún væri svolítið hærri en 1,50 metri á hæð. Út frá því var dregin sú ályktun að húsþakið uppfyllti skilyrðin. Því var brauðinu dreift og svo verður skoðað næst hvort fuglarnir hafi fundið staðinn.

 

Eftir þetta var frjáls leikur og það var margt sem bar á góma. Inni í Álfaborginni var rekin verslun og viðskipti voru næg. Úti á sköflunum voru búnir til stórir snjóflekar sem þar með fengu hlutverk sjónvarpsskjáa. Það var vandaverk og krafðist mikillar rýmisgreindar að ná upp þessum flekum og koma heilum í safnið. Sumir skelltu sér í fimleikaæfingar og margt fleira bar á góma. Myndirnar tala sínu máli.

 

Img1195

 

 

 

Dagur 11, 6. nóvember.

 

Í dag vorum við lengi inni við æfingar fyrir dag íslenskrar tungu.

En að venju fylltu nemendur út veðurkortið og skráðu þar um -3°c, logn og skýjað. Sem sagt prýðis gott útivistarveður. Eftir óveður um- og fyrir síðustu helgi var jörð orðin alhvít og stórir skaflar víða. Í gær var hláka, vindur og mikil rigning. Í nótt var frost svo allir skaflar voru beinfrosnir. Hugmyndin um að mæla þykkt og dýpt skaflanna fór því að mestu fyrir lítið en þó gátum við mælt hæð skafla sem voru með skarpar hliðar.

Nemendur höfðu mikinn áhuga á að leika og kanna landslagið og fengu að byrja á því. Einnig voru þau spennt fyrir að prufa nýju hurðina í Álfaborg og gerðu það, sem betur fer hafði skaflinn ekki lagst að húsinu.

 

Dagurinn endaði síðan á því að nemendum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn fór með Birnu að grafa upp birkiplöntur sem verða ekki gróðursettar þetta árið, heldur verður þeim komið fyrir í gróðurhúsi til vorsins. Hinn hópurinn fór að leita að fuglum í því skini að gefa fuglunum mat en enginn fugl varð á vegi hópsins.

Engar myndir voru teknar þennan daginn því vélin var öll í ólagi þegar á reyndi.

 

Dagur 10, 30. október.

 

Gerðum ráð fyrir leiðinda veðri, sem reyndar var ekki svo slæmt. En næg verkefni lágu fyrir innan dyra, ekki síst þurfti að ræða af mikilli alvöru um samskipti innan hópsins því mikil leiðindi urðu í útifrímínútum eftir hádegi. Megin inntakið var að hver og einn þyrfti að gæta sín í samskiptum, það er mikill stærðar- og þroskamunur á nemendum eftir bekkjum og í þessu tilviki komu líka inn í umræðuna nemendur í næstu bekkjum fyrir ofan en öll eru þau leikfélagar úti í frímínútum. Rætt var hve mikilvægt væri að hver og einn þori að kannast við gjörðir sínar eftir á, stundum þróast atburðarásin ekki vel og alls ekki eins og viðkomandi ætlaðist til. En enn og aftur þurfti að rifja það upp að allir þurfa að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá.

 

Veðurkortið var fyllt út, smá blástur, snjókoma, renningur og lítilsháttar frost.

Eftir þessar mikilvægu umræður var tekin smá æfing fyrir 16. nóvember, dag íslenskrar tungu.

 

 

 

Dagur 9, 23. október.

 

Nú var komið hrímkalt haust og vel það, veturinn sýndi klærnar einmitt þennan dag þegar til stóð að kveikja upp í eldstæðinu í lautinni og baka lummur. Þess vegna var því verkefni slegið á frest en þess í stað samið við Friðrik húsvörð um aðstoð við smíðar.

En að venju byrjuðum við daginn í skólastofunni, nemendur fylltu út í veðurkort, skráði 1°c, smá vind, smá úrkomu og alskýjað. Þar inni var einnig rætt vel um ýmis mál sem brunnu á og svo var haldið út, allir vel klæddir. Skipt var í hópana þrjá og verkefni dagsins voru að koma fyrir hurð í dyragati Álfaborgar, að safna öllum þeim tegundum af stráum sem við fundum og að leika frjálst.

Þetta gekk allt með ágætum, en í fyrra áskotnaðist okkur efni úr öðru húsi, t.d. kjölur og hurð sem passaði hér um bil og húsvörðurinn hjálpaði til við að koma fyrir á réttum stað svo vel færi. Allir fengu að taka þátt í öllum verkefnum eftir reglulegum skiptingum en mikill áhugi var fyrir smíðavinnunni, sumir hefðu viljað smíða allan tímann. Kjölurinn var einnig negldur yfir þakhrygginn og að auki mældi einn hópurinn hæðina á birkitrénu við lautina sem að þessu sinni mældist 3 ,12 metrar.

Í frjálsa leiknum var höndlað með horn, leggi og kjálka og þar sem allur bústofninn var merktur fyrir tveimur árum er auðvelt fyrir hvern hóp að þekkja sitt en eins og stundum gerist fer búfénaður á flakk og kom í ljós að ekki var allt fé rétt í dilka dregið. Því kom til álitamáls og dæma þurfti um merkingu áður en til alvarlegra riskinga kæmi. Þar með var dagsverki lokið.

 

Img1186

 

 

Auka útiskóli 19. október 2012

 

Nemendur í elsta bekk leikskólans og 1. – 4. bekk grunnskólans. Eftir fræsöfnunina sl. þriðjudag þurfti að koma fræunum og könglunum fyrir í bökkum til þerris. Þetta var gert í tímum eftir morgunmat á föstudegi til að forða fræunum frá skemmdum, ekki óhætt að láta þau bíða lengi. Upphaflega var fræunum safnað í bréfpoka og nemendur hvolfdu úr þeim af natni. Bökkunum var síðan komið fyrir á öruggum stöðum í skólastofunni og eftir tvær til þrjár vikur á svo að vitja um fræin.

 

Að þessu loknu klæddu sig allir út til að gróðursetja birkiplöntur frá Sólskógum. En tíminn reyndist óheppilegur því einmitt þessa undanfarna nótt fór frostið í minnst -6°c og plönturnar frosnar fastar í bökkunum. En áhugi nemenda var mikill og þeir voru tregir til að gefa verkið upp á bátinn. En það var ekki um annað að ræða, gróðursetningu var frestað til heppilegri tíma.

 

Img1185

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagur 8, 16. október

Að venju hófst útiskólinn inni með því að fylla út veðurkortið. 6°c. Hálfskýjað og stillt veður. Nemendum var skipt í hópana þrjá, hvolpahópinn, úlfa hópinn og lambahópinn. Sigrún fór með einn hóp í fræsöfnun af furutrjánum við tjörnina á meðan Birna fór með tvo hópa í lautina þar sem annar tók upp þráðinn við gólfsmíðar í Álfaborg en hinn fór í frjálsan leik. Svo var skipt um verkefni hjá hópunum með jöfnu millibili. Gólfsmíðin gekk vel og nemendur luku verkinu. Að auki var hurðin tekin fyrir, mátað og mælt, en eftir er að koma henni fyrir í húsinu.

 

Fræsöfnunin er liður í fræskiptasamstarfi við skóla í Wales, Ysgol Maes Owen skóla, en við munum senda þeim fræ af íslenskum trjám, sérstaklega birki, furu og reyni. Skógræktarfélag Íslands heldur utan um þetta verkefni en væntanleg er fræsendingu frá Wales sem mun fara í forræktun fyrst í stað.

 

Img1183

 

Dagur 7, 9. október.

 

Stuttur útiskóli vegna menningarstundar sem kom inn í miðjan tíma útiskólans. Því var unnið í stofu fyrsta tímann við skráningar og umfjöllun á fjörunni á tímum landnemanna. Í annað sinn fengu nemendur skorkort til að fylla í hugmyndir sínar um fjöruna á tímum landnemanna. Flest voru á því að þá hefði ekkert verið þar nema sandurinn, grjótið, skeljar, þari, fjaðrir, trjágreinar og annað sem sjórinn hafði skilið þar eftir. Það var því hrópandi munur á fjörunni sem við skoðuðum á Tjörnesinu og þessum hugmyndum barnanna eins og fram kom á blöðunum þeirra. Verulegt umhugsunarefni hvaðan allt þetta rusl hefur komið og hvers vegna. Eftir menningarstund var farið út með bústofnin í strigapokum og leikið af innlifun þann tíma sem gafst fyrir skólalok. Veðrið var óvenju gott, sól og um 5°c.

 

Img 1180 og 1181

 

Dagur 6, 2. október.

 

Aftur var veðrið komið í sinn gamla ham, norðan strekkingur og væta, um 4°c. Eftir langan útiskóla allra nemenda í gær þar sem farið var í fjöru á Tjörnesi þurfti margt að ræða. Í fjörunni var mjög margt að sjá, flest þess eðlis að það átti enga tengingu við hafið eða fjöruna frá náttúrunnar hendi. Verkefni í upphafi tímans var að fá nemendur til að skrá á þart til gerð skorkort allt sem þeir sáu og töldu að ekki hefði tenginu við hafið eða fjöruna. Þeir elstu skráðu mörg atriði á blaðið, lítil takmörk virðast vera á því hvað finna má í fjöru. Lengi hefur sjórinn tekið við úrgangi og rusli mannanna.

Að þessu loknu fóru allir út og í lautina góðu. Bústofninn var tekinn fram og leikið af krafti þar til tíminn var runninn út.

 

Img1173

 

Dagur 5, 25. september

 

Loksins skein sólinn, á veðurkortið skráðu nemendur 10°c og fulla sól. Hópaskiptingar voru rifjaðar upp og gerð grein fyrir verkefnum dagsins, sem voru þrískipt:

a) Að taka upp þráðinn frá í fyrra og smíða gólf í húsið.

B) Að skoða tveggja ára gamla mynd af útiskólanemendum við lerkitré á svæðinu og reyna að finna út hvaða tré um væri að ræða og skoða hvort hefði stækkað meira, tréð eða börnin.

C) Frjáls leikur. En áður en haldið var í verkefnin ákváðu nemendur nöfn á sína hópa og niðurstöður voru þær að hópur 1 heitir Hvolpar, hópur 2 heitir Úlfar og hópur 3 heitir Lömb.

 

Þegar upp var staðið hafði hver hópur um 25 mín í hvert verkefni svo þetta gekk vel í þessu dýrðar veðri. Megin niðurstöðan varðandi tréð sem allir hópar gátu sæst á eftir kennimerkjum á mynd var að það hefði orðið álíka mikill vöxtur á því og börnunum.

 

Img1168

 

Dagur 4, 18. september

 

Enn sýndi veðurkortið rigningu og 3°c. Við gáfum okkur því góðan tíma í stofu í upphafi tímans og ræddum eitt og annað málefnalegt og samfélagslega tengt. En Sigrún og Birna voru búnar að skipta nemendum í þrjá hópa fyrir útiskólann. Þessum hópum er síðan ætlað að haldast í leik og námi úti í vetur.

 

Útiskólahópar 2012-2013

 

Hópur 1

Tómas Karl

Björn Rúnar

Arndís Björk

Guðrún Karen

Kristján Örn

Marge

 

Hópur 2

Katrín Ösp

Rannveig

Hafþór

Haraldur Andri

Ari

 

 

Hópur 3

Grete

Þórunn

Róbert Már

Anton Karl

Hannes Haukur

 

 

Eftir að út var komið settust allir í „melónu“ í lautinni og Sigrún dró fram gömul gull, horn, leggi og kjálka sem mikið var bústangst með fyrir tveimur árum í útiskólanum. Þessem gersemum var skipt á milli hópanna og lagður fram sem bústofn starfsársins. Að lokum var frjáls leikur áður en haldið var heim úr lautinni, sumir blautir og jafnvel kaldir.

 

Img1164

 

Dagur 3, 11. september

 

Ekki vill náttúran taka okkur fagnandi þetta haustið því veðrið er með ólund og bleytu. Í ljós kom að tveir nemendur voru með vottorð í útiskólann, máttu ekki fara út. Þetta setti stjórnendur í vanda og ákveðið var að vera með inniverkefni framan af tíma og svo færi helmingur hópsins út. Inni fóru fram miklar umræður um samfélagslega þætti, m.a.var fræðst um björgunarsveitirnar. Það var tilkomið vegna þess að Stórutjarnaskóli var orðinn Rauða kross miðstöð og svefnastaður björgunarsveitamanna sem voru langt að komnir. En í gær var hamfaraveður á svæðinu og margt fé var illa statt í snjó. Víða varð rafmagnslaust. Þetta upplifðu nemendur og í gegnum sínar fjölskyldur vissu þeir af fjárskaða en áfallið var þó ekki mikið alls staðar. Umræða varð um einmitt þann þátt, rafmagnsleysið og af hverju snjóaði meira á sumum stöðum en öðrum. Til að glöggva okkur skoðuðum við landakort og hæðarlínur, fórum fram í helli og skoðuðum mjög vel gamalt verkefni fyrrum nemenda skólans þar sem sáust dalirnir og húsin.

Eftir að hópnum var skipt fóru inninemendur í að teikna og dunda í stofunni en úti voru meiri umsvif.

 

Img1159

 

 

Dagur 2, 4. september

 

Veðurhorfurnar voru ekki góðar fyrir okkur í útiskólanum þennan daginn en þegar farið var að fylla út veðurkortið kom í ljós að hitinn var 4 °c, hálfskýjað en svolítill vindur. Þetta leit bara ágætlega út. En einn nemandi var með inniverumiða sem var ekki hagstætt fyrir gang útiskólans. Því var tekið til þess ráðs að bíða inni fyrsta tímann eða þar til hægt var að koma þeim nemanda fyrir í öðrum hóp. Tímann notuðum við í umræður og smá söng. Megin verkefni dagsins var að kynna umhverfið fyrir nýjum nemendum og samkæmt tillögum nemendanna sjálfra var ákveðið að ganga Melgötuna, skoða sólúrið, hlusta á hvernig vindurinn blæs í trjánum og enda í Garðabolla sem við köllum sögulautina. Þetta gekk eftir og úr varð ánægjuleg samvera. Þrír nemendanna búa við Melgötuna og gátu því sagt frá öllum íbúum götunnar. Því næst skoðuðum við sólúrið og fræddumst um það. Nemendum var bent sérstaklega vel á að steinarnir þar eru alveg friðaðir, ekki má hreyfa við steini í sólúrinu því þá verður úrið vitlaust. Góður tími fór í að liggja á völdum stöðum í skjóli við tré og hlústa á vindinn, tréin og jörðina. Reyndar þótti mörgum heyrast of mikið í nemendum sjálfum og umferðinni á þjóðvegi 1. Það kom sem sagt í ljós að margir þurfa að æfa sig í að loka augum og munni og nota bara eyrun. Þegar kom í Garðabolla tóku bláberin af okku röll ráð og í raun fórum við aldrei niður í lautina heldur lágum í brekkunni og borðuðum bláber þar til skólinn var búinn. Þá tóku tveir viðbragð til að missa ekki af frjálsum en aðrir dröttuðust úr mónum, sumir með berin í húfunni.

Dagur 1, 28. ágúst

Fyrsti dagur útiskóla í Stórutjarnaskóla var strax á fyrsta skóladegi þetta haustið. Svo sannarlega kom haustið með börnunum sem báru skólatöskur eins og segir í ljóðinu því grátt var í efstu fjöllum og hráslagi í lofti. En hvorki kennarar né nemendur létu það á sig fá og áttu góðan útiskóla með fróðleik í orðsins fyllstu merkingu. Nýir nemendur hafa bæst í hópinn og þeir voru að kynnast lautinni og anda útiskólans í fyrsta sinn en líka vantaði örfáa nemendur þennan fyrsta dag. Ekki var annað að sjá en að allir væru hæstánægðir og í skólalok voru sumir tregir að yfirgefa svæðið.

Starfsemi útiskólans mun verða með mjög sviðuðum hætti og undanfarin ár, áherslan á samfélags- og stærðfræði. Útikennslan verður alla þriðjudagseftirmiðdaga, þrjá tíma hverju sinni. Umsjónakennarar eru Birnan og Sigrún.

Nemendur munu verða sextán alls í fimm árgöngum, þeir yngstu í elsta árgangi leikskólans og elstu í 4. bekk grunnskólans. Sjö stúlkur og níu dregnir.